Tóku tíu tonn af kókaíni

Hluti eiturlyfjanna sem kólumbíska lögreglan lagði hald á.
Hluti eiturlyfjanna sem kólumbíska lögreglan lagði hald á. AP

Lögregla í Kólumbíu lagði í gær hald á tíu tonn af kókaíni. Ætlað götuvirði kókaínsins er um 200 milljónir Bandaríkjadala eða rúmir 24 milljarðar íslenskra kóna. Kókaínið fannst í tveimur flutningabílum í hafnarborginni Barranquilla. Talið er að smygla hafi átt því til Veracruz í Mexíkó.

Fullyrt er að kókaínið hafi verið í eigu glæpaforingjans Daniel Barrera sem gjarnan er kallaður brjálæðingurinn.

Haldlagning kókaínsins er afrakstur sex mánaða vinnu lögreglu og tollyfirvalda í Kólumbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert