Lokaði einnig móður sína inni

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AP

Nýjar og heldur óhugnanlegar upplýsingar hafa spurst út um Austurríkismanninn Joseph Fritzl, sem lokaði dóttur sína inni í 24 ár, nauðgaði henni og átti með henni sjö börn. Nú kemur fram í austurrískum fjölmiðlum, að hann hafi áður haldið móður sinni innilokaðri í gluggalausu herbergi.

„Ég elskaði móður mína og hataði hana um leið,“ á Fritzl að hafa sagt við sálfræðinginn Adelheid Kastner að því er fram kom í tímaritinu News. Hefur Kastner unnið að því í marga mánuði að meta andlegt ástand Fritzls og skrifað um það skýrslu.

Svo virðist sem hluta af skýrslu Kastners hafi verið lekið til fjölmiðla en í þeim kemur fram, að Fritzl hafi aldrei átt neinu ástríki að mæta af hálfu móður sinnar. Segir hann, að móðir sín hafi átt sig með nýjum elskhuga til þess að sanna það fyrir fyrrverandi eiginmanni sínum, að hún væri ekki óbyrja eins og haldið hefði verið fram.

„Hún sýndi mér aldrei neina ást, heldur barði hún mig þar til ég féll blóðugur á gólfið. Ég fann til svo mikillar niðurlægingar og getuleysis,“ segir Fritzl.

Móðir Fritzls lést 1980, eftir að hann var sjálfur kominn með fjölskyldu. Það er því ekki víst, að hún hafi verið innilokuð síðustu æviárin en eftir nágrönnum þeirra er haft, að þeir hafi ekki séð neitt til hennar í 21 ár.

Afskræmd hefnd?

Hugsanlegt er, að Fritzl hafi verið að hefna sín með einhverjum hætti er hann lokaði inni dóttur sína og ekki í fyrsta sinn, sem maður, sem á að baki brostna æsku, beitir aðra, t.d. eigin börn, sömu grimmdinni. svs@mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert