Myrtur í hefndarskyni

Tvítugur breskur karlmaður, sem í fyrra klessti bifreið sinni á tré undir áhrifum kókaíns með þeim afleiðingum að tveir létust og aðrir tveir slösuðust alvarlega, var um daginn dreginn út úr íbúð sinni og stunginn til bana á útidyratröppum húsnæðisins.

Dwayne Ayres var nýsloppinn úr fangelsi en hann var í fyrra dæmdur til 2,5 árs fangelsisvistar fyrir óhappið. Hann missti stjórn á bílnum sínum, sem ók langt yfir hámarkshraða, með fyrrgreindum afleiðingum.

Sex hafa verið handteknir vegna gruns um morðið en talið er hugsanlegt að um hefnd hafi verið að ræða fyrir fórnarlömb bílslyssins.

mbl.is

Bloggað um fréttina