Obama kjörinn forseti

Barack Obama var í dag kjörinn 44. forseti Bandaríkjanna. Þetta var ljóst eftir að kjörstöðum var lokað í Kalíforníu á vesturströnd Bandaríkjanna klukkan 4 í nótt að íslenskum tíma. Obama sigraði í ríkinu, fékk 55 kjörmenn og hafði þá tryggt sér 297 kjörmenn samkvæmt spám bandarískra sjónvarpsstöðva. 270 kjörmenn þarf til sigurs.

Ljóst þykir að þessi úrslit munu hafa mikil áhrif á stjórnmál í Bandaríkjunum og á alþjóðvettvangi.

Obama, sem er 47 ára, mun sverja embættiseið 20. janúar á næsta ári og taka við afar erfiðu búi af George W. Bush, sem verið hefur forseti undanfarin átta ár. Miklar blikur eru á lofti í efnahagsmálum Bandaríkjanna vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu og afar dýrra hernaðaraðgerða Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

Obama hefur heitið því að bæta tengsl Bandaríkjanna við bandalagsþjóðir sínar og reyna að taka upp samskipti við óvinaþjóðir á borð við Norður-Kóreu og Íran. Hann hefur einnig heitið því að takast á við loftslagsbreytingar af mannavöldum og tryggja öllum Bandaríkjamönnum aðgang að heilsugæslu.

Obama er sonur hvítrar móður frá Kansas en faðir hans var frá Kenýa.  Hann var kjörinn í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir fjórum árum og þótti taka áhættu þegar hann gaf kost á sér sem forsetaefni demókrata á síðasta ári. Hann sigraði Hillary Clinton í forkosningum Demókrataflokksins og í dag bar hann sigurorð af John McCain, frambjóðanda Repúblikanaflokksins.

Skoðanakannanir hafa undanfarnar vikur bent til þess að Obama myndi sigra. Hann hefur lagt áherslu á aðgerðir til að mæta fjármálakreppunni og þótti sýna leiðtogahæfileika í kosningabaráttunni og kappræðum við McCain, sem hélt því fram að Obama væri reynslulaus og myndi fylgja sósíalískri skattastefnu yrði hann kjörinn.

Demókratar unnu einnig mikinn sigur í kjöri til Bandaríkjaþings, sem fór fram samhliða forsetakjörinu, bæði í öldungadeild og fulltrúadeild þingsins. Í öldungadeildinni virtust demókratar hafa fengið 53 þingmenn kjörna, repúblikanar 45 og tveir óháðir þingmenn náðu kjöri. Í fulltrúadeildinni fengu demókratar 244 þingmenn, bættu við sig 8 þingsætum en repúblikanar fengu 191 þingsæti.

Næstu forsetahjón Bandaríkjanna. Michelle og Barack Obama, greiddu atkvæði í ...
Næstu forsetahjón Bandaríkjanna. Michelle og Barack Obama, greiddu atkvæði í grunnskóla í Chicago í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...