Það sem Bush og Obama eiga sameiginlegt

Hlutfall þeirra sem létu minna en 200 dali af hendi …
Hlutfall þeirra sem létu minna en 200 dali af hendi rakna til framboðs Barack Obama er svipað og hjá George W. Bush í kosningunum fyrir fjórum árum. Reuters

Forsetaframboð Barack Obama var ekki jafn einstakt að því leyti að vera drifið áfram af smáum framlögum launafólks eins og haldið hefur verið fram, ef marka má nýja rannsókn vestanhafs.

Mun reyndin vera sú að hlutfall þeirra sem létu smá framlög af hendi er svipað og hjá framboði George W. Bush árið 2004, eða 26 prósent allra gefanda hjá Obama á móti 25 prósent þeirra fylgismanna Bush sem studdu framboðið með undir 200 Bandaríkjadala framlagi.

Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn óháðu stofnunarinnar Campaign Finance Institute á fjáröflun Obama í aðdraganda kosninganna.

„Það er goðsögn að framboð hans hafi einkum verið drifið áfram af þeim sem létu smáar upphæðir af hendi,“ segir Michael Malbin, stjórnandi stofnunarinnar, sem viðurkennir að starfsmenn hennar hafi ekki kveikt á perunni fyrr en eftir á.

Hitt er óumdeilt að Obama reyndist snillingur í að höfða til grasrótarinnar í framboði sínu og ber ekki að vanmeta þátt hennar í sigri hans.

Hann tekur við embætti Bandaríkjaforseta fyrstur blökkumanna þann 20. janúar næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert