Himinhátt verð fyrir ögrandi mynd

Verkið er eftir ítalska málarann Giambattista Tiepolo.
Verkið er eftir ítalska málarann Giambattista Tiepolo.

Listaverkaunnandi snaraði út 2,8 milljónum punda, um 414 milljónum króna, á uppboði Christie's í vikunni fyrir málverk eftir ítalska málarann Giambattista Tiepolo. Verkið þótti svo ögrandi á sínum tíma að það var falið fyrir umheiminum á þaklofti fransks óðalsseturs í tvær aldir.

Að sögn Richard Knight, uppboðshaldara hjá Christie's, er uppgötvunin ein sú mest spennandi á síðari árum.

Verkið þykir einkar vel með farið en eins og sjá má þá myndi það varla særa blygðunarkennd nokkurs manns í dag.

Að sýna vinstra brjóst fyrirsætunnar bert á sköpunartíma verksins þótti hins vegar ögrandi um miðja 18. öld og tefldu eigendurnir því ekki á tvær hættur heldur héldu verkinu frá gestum og gangandi.

Fundurinn ætti að vera núverandi seljendum búbót í erfiðu árferði og líklega hafa þeir glaðst yfir því að söluverðið var þrefalt hærra en matsverðið.

Verkið 88,3 sentimetrar á hæð og 69,9 sentimetrar á breidd, að því er fram kemur á uppboðsvef Christie's.

Matsverð var frá 700.000 og upp í 900.000 pund en alls fengust 2.841.250 pund fyrir verkið á uppboðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert