Obama lofar að reykja ekki í Hvíta húsinu

Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna segir enga hættu á að hann verði gripinn við reykingar í reyklausu Hvíta húsinu. Obama segist í kosningabaráttunni hafa hugað meira að heilsunni en hann fái sér þó af og til sígarettu.

Bandarískir fjölmiðlar gerðu mikið úr því í sumar, í miðri kosningabaráttunni, að forsetaframbjóðandi demókrata, Barack Obama neytti tóbaks. Obama, sem eitt sinn var stórreykingamaður, hætti reykingum í upphafi kosningabaráttunnar, ekki síst fyrir beiðni konu sinnar.

Obama viðurkenndi að hann hefði nokkrum sinnum freistast til að fá sér sígarettu í kosningabaráttunni.

„Ég hef fallið nokkrum sinnum,“ svaraði Obama í sjónvarpsviðtali á NBC í dag, þegar hann var spurður hvort hann væri hættur að reykja.

„Ég hef þó staðið mig vel undir þessum kringumstæðum og hugsað vel um heilsuna. Og ég get lofað því að ég mun ekki brjóta reglur Hvíta hússins um reykingar,“ sagði verðandi forseti Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...