Írar sagðir reiðubúnir að kjósa á ný

Micheal Martin, utanríkisráðherra Írlands, sést hér halda ræðu um Írland …
Micheal Martin, utanríkisráðherra Írlands, sést hér halda ræðu um Írland og Lissabon-sáttmálann í Brussel í Belgíu. Reuters

Írar eru reiðubúnir að ganga aftur til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann, sem fjallar um breytingar á skipulagi Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í skjölum sem hafa verið lögð fram á leiðtogafundi ESB í Brussel.

Sáttmálinn var settur á ís eftir að Írar höfnuðu honum í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.

Fram kemur í írskum fjölmiðlum að líklegt þyki að Írar muni ganga aftur til kosninga í október á næsta ári. Talið er líklegt að lagðar verði fram trygginar sem Írar geti unað við.

Á leiðtogafundinum, sem er að hefjast í Brussel, verður einnig teknar mikilvægar ákvarðanir varðandi aðgerðir til að stemma stigu við loftlagsbreytingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert