Hóta barnsránum

Hermenn fylgjast með þegar brennd eru fíkniefni í Ciudad Juarez …
Hermenn fylgjast með þegar brennd eru fíkniefni í Ciudad Juarez en þar eru hvers kyns glæpamenn mjög athafnasamir. Reuters

Settir hafa verið upp miðar við grunnskóla í borginni Ciudad Juarez þar sem hótað er að ræna nemendum ef ekki verði greitt fyrirfram lausnargjald. Talið er að liðsmenn fíkniefnahringja standi á bak við hótanirnar.

Sagt er á miðunum að kennarar verði að afhenda bónusgreiðslur sem þeir fá að jafnaði í árslok, ella verði nemendum þeirra rænt. Tíðni morða í Ciudad Juarez er einhver sú hæsta í heimi og nú þora margir foreldrar ekki lengur að senda börn sín í skóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina