Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Aukin útgjöld hins opinbera eru nauðsynlegt til þess að örva hagkerfi heimsins. Þetta er haft eftir Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á vef BBC. 

Dominique Strauss-Kahn segist óttast að þær aðgerðir sem hópur tuttugu ríkja, sem kynnt voru í síðasta mánuði, dugi ekki til. AGS hefur þegar tilkynnt um spár sínar þess efnis að hagvöxtur á heimsvísu verði mun lægri á næsta ári en fyrri áætlanir höfðu sagt til um. Að sögn Strauss-Kahn má búast við því að næsta spá sjóðsins sem væntanleg er í janúar nk. verði enn svartsýnni.

Haft er eftir Strauss-Kahn að árið 2009 verði mjög erfitt ár. „Það veldur mér áhyggjum að spá okkar, sem afar dökk, eigi eftir að verða enn svartsýnni verði ekki nægilega mikið að gert til þess að örva fjármálakerfið,“ sagði Strauss-Kahn í viðtali við BBC Radio 4.Tók hann fram að verja þyrfti 1,2 trilljónum bandaríkjadala (þ.e. milljón milljónir milljóna) til þess að það hefði einhver raunveruleg áhrif á heimsvísu. 

Að mati Strauss-Kahn veldur skuldastaðan í Bretlandi miklum áhyggjum. Tók hann fram að þó hann hefði ekki verið talsmaður þess að stjórnvöld fengi fé að láni teldi hann að í ljósi núverandi aðstæðna væri það hins vegar skárri kosturinn ef tveimur vondum mögulegum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert