Indverskir þjóðernissinnar æfir út í Nokia

Indverskir þjóðernissinnar úr röðum hindúa réðust á verslun þar sem verið var að kynna nýtt nýtt staðsetningartæki frá Nokia. Þar var hið umdeilda Kasmír-svæði skráð sem hluti af yfirráðasvæði Pakistana. Það fór mjög fyrir brjóstið á þjóðernissinnunum.

Þjóðernissinnarnir kveiktu m.a. í Nokia-símum og rifu niður skilti. Kalla varð eftir aðstoð lögreglumanna til að skakka leikinn.

mbl.is