Hernaði Ísraela mótmælt

Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum í borgum í Mið-Austurlöndum í dag vegna loftárása Ísraela á Gaza-svæðið sem hafa kostað nær 300 manns lífið um helgina.

Mótmælendur héldu á myndum af fólki, sem lét lífið í loftárásunum, og hrópuðu vígorð gegn Ísrael. Mótmælin fóru fram í borgum allt frá Kaíró til Istanbúl. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í nokkrum borganna. Lögreglan í Beirút beitti t.a.m. táragasi til að stöðva tugi mótmælenda sem reyndu að ráðast að egypska sendiráðinu. Egypsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa lokað landamærunum að Gaza.

Forsætisráðherra Tyrklands lýsti loftárásunum sem „glæp gegn mannkyninu“. Stjórn Sýrlands lýsti því yfir að hún hefði slitið samningaviðræðum við Ísrael vegna árásanna.

Íbúar Kúveitborgar mótmæla hernaði Ísraela á Gaza-svæðinu.
Íbúar Kúveitborgar mótmæla hernaði Ísraela á Gaza-svæðinu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina