Landher Ísraels inn á Gaza

AP

Ísraelski landherinn réðst fyrir skemmstu inn á Gaza-svæðið. Landherinn hafði verið í viðbragðsstöðu á landmærunum í um sólarhring áður en hann réðst til atlögu. Samkvæmt fréttum AP-fréttastofunnar er talið að um tíu þúsund ísraelskir hermenn séu við landamærin.

Hörð átök hafa verið á Vesturbakkanum undanfarna viku en samkvæmt nýjustu tölum AFP-fréttastofunnar er talið að um 460 Palestínumenn hafi látist. Þar af eru 75 börn. Árásir á þeim tíma höfðu að mestu verið loftárásir en einnig er að talið að sérsveitir ísraelska hersins hafi stutt við aðgerðir á landi niðri.

Ísraelski herinn hefur haldið uppi hörðum árásum á hendur Palestínumönnum. Forsvarsmenn hersins hafa svarað því til að árásirnar séu liður í því að lama Hamas-hryðjuverkasamtökin. Einkum er nú einblínt á að koma í veg fyrir að flugskeytum sé skotið til Ísraels, samkvæmt fréttum Reuters.

Um 1,5 milljón manna býr á Gaza-svæðinu þar af eru um 900 þúsund manns sem eru flóttamenn.

AP
Ísraelskur skriðdreki við landamæri Ísraels og Gaza.
Ísraelskur skriðdreki við landamæri Ísraels og Gaza. AP
AP
mbl.is
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...