Obama er þögull

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Verðandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lýsti í dag yfir áhyggjum vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Hann lagði áherslu á að hann myndi ekki skipta sér af viðkvæmum samningaviðræðum fráfarandi ríkisstjórnar.

Obama hefur verið gagnrýndur fyrir að þegja um ástandið í Mið-Austurlöndum og þá helst af evrópskum og arabískum fjölmiðlum. „Ég legg áfram áherslu á það þegar kemur að utanríkismálum hversu mikilvægt það er að hafa aðeins einn starfandi forseta í einu. Nú eru viðkvæmar samningaviðræður í gangi og því ótækt að tvær raddir berist frá Bandaríkjunum þegar svo mikið er í húfi,“ sagði Obama við fjölmiðla í dag. Hann sagði þó ekki um hvaða samningaviðræður hann ætti en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice hefur aflýst fyrirhugaðri ferði sinni til Kína til að takast á við vandann.

Ástandið á Gaza eykur enn á vandann sem mætir Obama er hann tekur við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert