Olmert hafnaði vopnahléi

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði því í viðræðum við Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, í kvöld, að bjóða vopnahlé í hernaðaraðgerðunum gegn Hamassamtökunum á Gasasvæðinu.

Hörð átök voru í kvöld milli ísraelskra hermanna og Hamasliða í Gasaborg og segja arabískar sjónvarpsstöðvar að 3 ísraelskir hermenn að minnsta kosti hafi fallið og tugir særst.

Franskir embættismenn höfðu eftir Olmert, að markmið aðgerðanna væri ekki aðeins að Hamassamtökin hættu að skjóta flugskeytum frá Gasasvæðinu á Ísrael heldur að tryggja að Hamas geti ekki skotið slíkum flaugum.

„Við getum ekki fallist á málamiðlun sem gerir Hamas kleift að skjóta á ný eftir tvo mánuði á ísraelska bæi," höfðu embættismennirnir eftir Olmert.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert