Olmert hafnaði vopnahléi

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði því í viðræðum við Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, í kvöld, að bjóða vopnahlé í hernaðaraðgerðunum gegn Hamassamtökunum á Gasasvæðinu.

Hörð átök voru í kvöld milli ísraelskra hermanna og Hamasliða í Gasaborg og segja arabískar sjónvarpsstöðvar að 3 ísraelskir hermenn að minnsta kosti hafi fallið og tugir særst.

Franskir embættismenn höfðu eftir Olmert, að markmið aðgerðanna væri ekki aðeins að Hamassamtökin hættu að skjóta flugskeytum frá Gasasvæðinu á Ísrael heldur að tryggja að Hamas geti ekki skotið slíkum flaugum.

„Við getum ekki fallist á málamiðlun sem gerir Hamas kleift að skjóta á ný eftir tvo mánuði á ísraelska bæi," höfðu embættismennirnir eftir Olmert.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd
Egat-Luxe Ferðanuddstóll fyrir nuddara,Tilvalið í Vinnustaðanudd - Borgar stólin...
Kerra mjög lítið notuð.
Til sölu mjög lítið notuð Verð :85000.- uppl: 8691204....
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...