Offita sífellt stærra vandamál

Offita hrjáir Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr.
Offita hrjáir Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr. Reuters
Fullorðnir Bandaríkjamenn sem flokkast sem offitusjúklingar eru í fyrsta skipti orðnir fleiri en þeir sem eru yfir kjörþyngd. Yfir þriðjungur fullorðinna í Bandaríkjunum, eða yfir 72 milljónir manna, flokkuðust sem offitusjúklingar árin 2005-2006. Ástand sex prósenta er talið verulega slæmt. Ekki eru til nýrri tölur fyrir Bandaríkin.

Miðað er við svonefndan BMI stuðul. Þeir sem eru með 25-29 í stuðul eru flokkaðir sem yfir kjörþyngd. Þeir eru eru með 30-40 í stuðul teljast offitusjúklingar (e. obese).

Í könnuninni sem miðað er við tóku 4.356 einstaklingar yfir tvítugt þátt, 32,7% mældust yfir kjörþyngd en rúmlega 34% mældust hins vegar sem offitusjúklingar. Í sömu könnun á árunum 1988-1994 mældust 22,9% offitusjúklingar.

Í maí á síðasta ári var greint frá því að sextán prósent barna í Bandaríkjunum væru yfir kjörþyngd og ellefu prósent offitusjúklingar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Til leigu 60 m2 kjallaraíbúð í Kópavogi
Leigist með hluta af húsgögnum. Leiga 150.000 á mánuði, einn mánuður í tryggingu...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-sa.com/stairs, Sími 615 1750 Sjá einnig myndir á Facebook:...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...