Offita sífellt stærra vandamál

Offita hrjáir Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr.
Offita hrjáir Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr. Reuters

Fullorðnir Bandaríkjamenn sem flokkast sem offitusjúklingar eru í fyrsta skipti orðnir fleiri en þeir sem eru yfir kjörþyngd. Yfir þriðjungur fullorðinna í Bandaríkjunum, eða yfir 72 milljónir manna, flokkuðust sem offitusjúklingar árin 2005-2006. Ástand sex prósenta er talið verulega slæmt. Ekki eru til nýrri tölur fyrir Bandaríkin.

Miðað er við svonefndan BMI stuðul. Þeir sem eru með 25-29 í stuðul eru flokkaðir sem yfir kjörþyngd. Þeir eru eru með 30-40 í stuðul teljast offitusjúklingar (e. obese).

Í könnuninni sem miðað er við tóku 4.356 einstaklingar yfir tvítugt þátt, 32,7% mældust yfir kjörþyngd en rúmlega 34% mældust hins vegar sem offitusjúklingar. Í sömu könnun á árunum 1988-1994 mældust 22,9% offitusjúklingar.

Í maí á síðasta ári var greint frá því að sextán prósent barna í Bandaríkjunum væru yfir kjörþyngd og ellefu prósent offitusjúklingar.


mbl.is

Bloggað um fréttina