Vilja lögsækja Ísraela

Sprengjum hefur ringt yfir Gaza í 18 daga.
Sprengjum hefur ringt yfir Gaza í 18 daga. AP

Danska utanríkisráðuneytið íhugar nú að krefja Ísraela um skaðabætur vegna skemmda sem þeir hafa unnið á verkefnum sem studd voru af Dönum á Gaza-svæðinu. Ulla Tørnæs, ráðherra þróunarmála, segir við Berlingske Tidende að rannsókn sé í gangi um möguleika á málsókn og hvort fordæmi séu fyrir slíku.

Ulla Tørnæs segir að lögfræðingar utanríkisráðuneytisins telji að slík málsókn yrði afar flókin. „En ég vil undirstrika að við fylgjumst vel með þeim skemmdum sem hafa orðið á þeim verkefnum sem Danir hafa stutt eða átt þátt í að styðja. Eyðileggingin er óásættanleg og utanríkisráðuneytið hefur gert ísraelska sendiherranum það ljóst,“segir ráðherrann.

Ísraelskar sprengjur hafa eyðilagt fjöldann allan af færanlegum sjúkrahúsum sem stutt hafa verið af dönskum samtökum. Þá hefur miðstöð fyrir fórnarlömb pyntinga, sem dönsk samtök hafa rekið í 20 ár ásamt palestínskum samtökum verið lögð í rúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert