Þúsund hafa látið lífið á Gaza

Að sögn lækna á Gaza hafa yfir 1.000 manns látist …
Að sögn lækna á Gaza hafa yfir 1.000 manns látist í átökunum og um 4.500 liggja særðir. Reuters

Læknar á Gaza segja að yfir 1.000 manns hafi fallið í átökum Ísraela og Hamas-samtakanna á svæðinu. Á sama tíma eru menn orðnir vongóðir um að Hamas muni mögulega samþykkja vopnahlé og binda þar með enda á átökin.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur unnið hörðum höndum að því að fá deiluaðila til að slíðra sverðin, en átökin hafa geisað í 19. daga. Læknar greindu frá því 1.001 hafi látið lífið á Gaza. Tala særðra er hins vegar fjórfalt hærri. Alls hafa 4.580 særst í stríðinu.

Egypska ríkisfréttastofan MENA hefur eftir þarlendum embættismanni að Hamas-samtökin hafi brugðist jákvætt við tilraunum Egypta að koma á vopnahléi. Menn vonist til að þetta verði fyrsta skrefið að því að átökunum muni ljúka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert