CDU hélt velli í Hessen

Roland Koch (t.v.) og samstarfsmaður hans i flokki Frjálslyndra demókrata, …
Roland Koch (t.v.) og samstarfsmaður hans i flokki Frjálslyndra demókrata, Jörg-Uwe Hahn. Reuters

Flokkur Angelu Merkel, kanslara í Þýskalandi, Kristilegir demókratar (CDU), bætti örlitlu við sig í þingkosningum sem fram fóru í sambandsríkinu Hessen í dag. Samstarfsflokkur þeirra í Hessen, Frjálsir demókratar, vann mikinn sigur en jafnaðarmenn guldu afhroð.

 Talið er víst að CDU-maðurinn Roland Koch forsætisráðherra myndi á ný stjórn með Frjálsum demókrötum. Jafnaðarmenn sem eru í stjórn í Þýskalandi með Merkel, fengu nú 23,7% en voru síðast með 36,7%. Er þetta versta útkoma flokksins frá seinni heimsstyrjöld. Leiðtogi jafnaðarmanna í Hessen, Andrea Ypsilanti, sagði þegar af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina