Erlendir fjölmiðlar fjalla um atvikið við stjórnarráðið

Erlendir fjölmiðlar, m.a. Reuters-fréttastofan, fréttavefur breska ríkisútvarpsins (BBC) og norska ríkisútvarpið, fjalla í dag um það þegar hópur mótmælenda gerði aðsúg að bifreið Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir aftan stjórnarráðið í dag. Greint er frá því hvernig lamið hafi verið á rúður bifreiðarinnar og eggjum kastað í hana.

Umfjöllun BBC.

Einnig er fjallað um atburðinn á vef norska ríkisútvarpsins. Þar er jafnframt fjallað um það, og myndir sýndar, þegar kveikt var í Óslóartrénu við Austurvöll.

Lögreglumenn urðu að ryðja sér leið í gegnum fjöldann svo …
Lögreglumenn urðu að ryðja sér leið í gegnum fjöldann svo að Geir gæti komist undan. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert