Fækkar á hryðjuverkalista ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel. AP

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa gert bráðabirgðasamkomulag um að taka íranskan stjórnarandstöðuflokk af hryðjuverkalista ESB. Verður samkomulagið til umræðu á fundi utanríkisráðherra ESB ríkjanna á mánudag en taldar eru líkur á að það verði samþykkt. Írönsku samtökin Mujahedeen voru tekin af hryðjuverkalista bandarískra stjórnvalda  þann 12. janúar sl.

Nýverið úrskurðaði mannréttindadómstóll ESB að Evrópusambandið hafi ekki veitt fullnægjandi skýringar á því hvers vegna Mujahedeen væru á hryðjuverkalistanum þar sem ekki væri sannað að samtökin væru hryðjuverkasamtök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert