Vetrarveður á Englandi

Vetrarstemning við Big Ben í London.
Vetrarstemning við Big Ben í London. Reuters

Mikið hefur snjóað víðast hvar á Englandi með þeim afleiðingum að samgöngur hafa farið úr skorðum. Þá hefur skólum verið lokað vegna veðurs. Breskir veðurfræðingar segja að búast megi við mikilli snjókomu, þeirri mestu í sex ár.

Suðausturhluti Englands hefur orðið hvað harðast úti. Í London hefur strætóferðum verið aflýst og flugbrautum verið lokað. Þá hafa flutningabílar lokað hraðbrautunum M1 og M25.

Breska veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun, sem nær yfir England, Wales og hluta Skotlands. Búist er við meiri snjókomu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert