Á inni fé hjá Kaupþingi

Elísabet II. Englandsdrottning.
Elísabet II. Englandsdrottning.

Fasteignasjóður í eigu bresku krúnunnar á inni tvær milljónir punda í ógreiddri leigu hjá Kaupþingi, vegna húsnæðis á vegum dótturfélagsins Singer & Friedlander.

Standa samningaviðræður nú yfir við núverandi stjórn Kaupþings vegna málsins, en leiguhúsnæðið var í hverfinu West End í Lundúnum. Elísabet II. Bretlandsdrottning fer formlega með auðæfi konungsfjölskyldunnar og skerðir þetta því tekjur hennar.

Skilanefnd Kauþings fer nú með málefni bankans sem er í raun í eigu stærstu kröfuhafa.

Því er málið höfuðverkur íslenska ríkisins, sem telst kaldhæðnislegt í ljósi atburða síðustu mánaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina