Fjaðrir fundust í hreyflum flugvélar

Fjöður, sem fannst í hreyfli Airbus flugvélarinnar.
Fjöður, sem fannst í hreyfli Airbus flugvélarinnar. AP

Bandarískir sérfræðingar hafa fundið fjaðrir og aðrar leifar af fuglum í báðum hreyflum  Airbus A320 flugvélarinnar, sem nauðlenti á Hudsoná í New York í janúar. Þykir ljóst að orsök þess að flugvélin missti afl sé sú að fuglar soguðust inn í hreyflana.

Flugstjóri vélarinnar tilkynnti flugturni, skömmu eftir flugtak frá LaGuardia flugvelli í New York 15. janúar, að vélinn hefði verið flogið á gæsahóp og báðir hreyflarnir hefðu misst afl í kjölfarið. 

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum staðfesti einnig, að bilun, sem varð í öðrum hreyfli vélarinnar tveimur dögum fyrir óhappið og var lagfærð, hafi ekki átt þátt í að vélin þurfi að nauðlenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert