Ódýr lyf handa fátækum

Lyf eru oftast of dýr fyrir almenning í þróunarríkjunum.
Lyf eru oftast of dýr fyrir almenning í þróunarríkjunum. Sverrir Vilhelmsson

Fyrirtækið GlaxoSmithKline, næst-stærsti lyfjaframleiðandi heims, hyggst gerbreyta stefnu sinni varðandi lyfjaverð og bjóða milljónum manna í þróunarríkjunum ódýr lyf. Einnig ætlar fyrirtækið að deila með öðrum upplýsingum um lyf sem nú njóta verndar einkaleyfa.

 Þrýst hefur verið árum saman á alþjóðleg lyfjafyrirtæki að lækka verð á lyfjum, ekki síst þeim sem notuð er til að stöðva þróun alnæmis. En þau hafa þráast við og sagt að minnkandi tekjur myndu verða til að stöðva lyfjaþróun.

Nýr forstjóri GlaxoSmithKline, Andrew Witty, hefur einnig tjáð blaðinu The Guardian að verð á lyfjum í fátækum löndum verði lækkað, hagnaði verði varið til að efla sjúkrahús. Hann hvetur ráðamenn annarra lyfjafyrirtækja til að feta í fótspor sín.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert