Neyðarlög vegna nauðgana

AP

Ítalska ríkisstjórnin hefur tekið í gagnið tilskipun sem ætlað er að vinna gegn kynferðisofbeldi og ólöglegum innflytjendum en innflytjendur hafa í auknum mæli verið sakaðir um nauðganir á Ítalíu. Gagnrýnendur tilskipunarinnar segja hana til þess fallna að ýta undir útlendingahatur.

Tilskipunin, sem tekur strax gildi en verður svo að hljóta samþykki í báðum deildum þingsins innan 60 daga, hljóðar upp á lífstíðar fangelsisdóm ef um nauðgun á börnum undir lögaldri er að ræða. Einnig ef um morð í tengslum við nauðgun er að ræða.

Tilskipunin felur einnig í sér reglur um götueftirlit sem framkvæmt verður af óvopnuðum sjálfboðaliðum.

Ríkisstjórn Silvio Berlusconis hefur bent á að allt að 35% glæpa á Ítalíu hafi verið framdir af innflytjendum. Stjórnarandstaðan segja þær tölur þó að miklu leiti að rekja til brotalama í innflytjendalögum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina