Einn látinn eftir sprengingu í Kaíró

AP

Að minnsta kosti einn er látinn og 17 slasaðir eftir sprengingu í Kaíró í Egyptalandi. Sprengjan sprakk við kaffihús, skammt frá Hussein moskunni, sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Fjöldi fólks var við moskuna þegar sprengjan sprakk. Staðfest er að franskur ferðamaður lést í sprengingunni. Þá eru 11 franskir ferðamenn slasaðir, þrír þjóðverjar og þrír Egyptar. Fjórir hinna slösuðu eru í lífshættu.

Sky fréttastöðin segir að fjórir séu látnir, franskur ferðamaður og þrír þýskir ferðamenn.

Óeirðalögregla hefur girt af svæði kringum moskuna. Önnur sprengja er sögð hafa fundist í nágrenninu en lögregla hefur gert hana óvirka.

AP
mbl.is

Bloggað um fréttina