Vilja hægja á stækkun ESB

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AP

Flokkur Angelu Merkel, kanslara í Þýskalandi, Kristilegir demókratar (CDU) vill að hægt verði á stækkun Evrópusambandsins eftir að Króatía verður aðili að ESB. Verður Króatía 28. ríkið til þess að gerast aðili að sambandinu.

CDU hefur tekið undir stuðningsyfirlýsingu Gordons Brown, forsætisráðherra, um að Jose Manuel Barroso, verði áfram forseti framkvæmdastjórnar ESB: 

Segir í nýrri áætlun CDU að það hafi haft mikil áhrif að fjölga aðildarríkjum ESB úr 15 í 27 á fáum árum. Telur flokkurinn að nú eigi að einbeita sér að því að þétta ríkin saman, styrkja stofnanir sambandsins og gildi á sama tíma og hægt verði á stækkunarferlinu.

„Eina undantekningin frá þeirri reglu getur verið fyrir Króatíu," segir í skýrslunni. Vonir standa til þess að Króatía verði aðili að ESB fyrir árslok.
mbl.is

Bloggað um fréttina