Fritzl sakfelldur

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. Reuters

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem læsti dóttur sína ofan í kjallara í um aldarfjórðung og eignaðist með henni sjö börn, hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum. Þá hefur hann verið dæmdur til ævilangrar vistunar á stofnun fyrir geðsjúka einstaklinga.

Fritzl, sem er 73ja ára gamall, var fundinn sekur um morð, nauðgun, sifjaspell og að hneppa dóttur sína í ánauð.

Fyrr í dag sagðist hann iðrast gjörða sinna.

Hann mun verða fluttur á sérstaka öryggisgeðdeild, líkt og réttarlæknir mælti með við réttarhöldin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert