Arabaríkin styðja al-Beshir

Abdulla konungur Saudi Arabíu les lokayfirlýsinguna.
Abdulla konungur Saudi Arabíu les lokayfirlýsinguna. Reuters

Í lokayfirlýsingu fundar leiðtoga Arabaríkjanna var eindregnum stuðningi lýst yfir við Omar al-Beshir, forseta Súdans. Leiðtogarnir höfnuðu jafnframt handtökutilskipun Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) í Haag á hendur al-Beshir.

„Við leggjum áherslu á samstöðu okkar með Súdan og höfnun okkar á ákvörðun ICC á hendur Omar al-Beshir,“ sagði í yfirlýsingunni. Al-Beshir hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Darfúr-héraði í vesturhluta Súdans.

mbl.is

Bloggað um fréttina