Atvinnuleysi mælist 8% í Kanada

Atvinnuleysi eykst enn í Kanada og bættust 61.300 manns á atvinnuleysisskrá í landinu í mars. Atvinnuleysi mælist nú 8% í Kanada sem er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ár.

Frá því í október 2008 hafa 357 þúsund bæst á atvinnuleysisskrá í Kanada. Stærstur hluti þeirra sem nú eru atvinnulausir eru karlar á aldrinum 25 til 54 ára.

Spáð hafði verið að 55-60 þúsund manns myndu missa atvinnuna í mars en raunin varð 61.300 manns. Í febrúar misstu 82.600 manns vinnuna í Kanada. Samdrátturinn er langmestur í hefðbundnum iðnaði, m.a. stálvinnslu, námavinnslu og við olíuvinnslu. Umtalsverður samdráttur varð einnig í byggingariðnaði í mars en þá misstu 18 þúsund byggingarverkamenn atvinnu í Kanada.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert