Skipstjórinn laus úr haldi

Richard Phillips.
Richard Phillips.

Bandaríski skipstjórinn Richard Phillips, sem verið hefur í haldi sómalskra sjóræningja frá því á miðvikudag, er laus úr prísundinni að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Talsmaður ráðuneytisins vildi ekki veita nánari upplýsingar að svo stöddu en sjónvarpsstöðin CNN hafði eftir háttsettum bandarískum embættismanni, að þrír af ræningjunum fjórum, sem héldu Phillips í gíslingu, hefðu verið drepnir og sá fjórði handtekinn. 

Phillips er ómeiddur. Hann var fluttur um borð í herskipið USS Bainbridge, annað tveggja bandarískra herskipa sem eru á siglingu við strönd Sómalíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert