Býður Kúbverjum nýtt upphaf

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti boðar „nýtt upphaf“ í samskiptunum við Kúbverja og samvinnu við Ameríkuríki á jafningjagrundvelli. 

Obama lét þessi orð falla á fundi með leiðtogum Ameríkuríkja í Trinidad og Tobago í gær en Kúbverjar voru þar ekki þátttakendur.

Áður hafði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að Kúbustefnan hefði mistekist og að leita þyrfti nýrra leiða í samskiptum ríkjanna.

„Ég geri mér grein fyrir því að löng ferð er fyrir höndum til að brúa áratuga vantraust,“ sagði Obama, sem taldi þegar hægt að stíga mikilvæg skref í átt að nýju upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert