Rætt við Tyrki vegna inngöngu í ESB

Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel.
Evrópusambandið, höfuðstöðvar, Bussel. AP

Tyrknesk stjórnvöld munu eiga fund með fulltrúum Evrópusambandsins í Prag á morgun. Á fundinum verður fjallað um aðildarumsókn Tyrklands en fyrir tveimur vikum sagði Barac Obama, Bandaríkjaforseti, að Bandaríkin styddu aðildarumsókn Tyrkja. Langt er síðan Tyrkir lýstu fyrst yfir áhuga á inngöngu í ESB en ferlið hefur tekið langan tíma. Meðal annars vegna aðstöðu ýmissa ríka um að svo stórt múslimaríki fái inngöngu í sambandið og vegna langvarandi deilna Tyrkja og Kýpur.

Fyrir hönd ESB mun utanríkisráðherra Tékklands, Karel Scharzenberg, sitja fundinn en framkvæmdastjórn ESB er nú í höndum Tékka. Jafnframt mun utanríkisráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt,  taka þátt en Svíar taka við framkvæmdastjórn ESB þann 1. júlí nk. Auk þess mun Olli Rehn sitja fundinn en hann er yfirmaður stækkunarmála ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina