Höfundarréttur laga verður 70 ár

Bítlarnir Paul og Ringo missa brátt stefgjöldin fyrir elstu lög …
Bítlarnir Paul og Ringo missa brátt stefgjöldin fyrir elstu lög sveitarinnar nái tillagan um lengri höfundarrétt ekki í gegn Chip East

Evrópuþingið samþykkti með atkvæðagreiðslu í dag að höfundarréttur tónlistarmanna yfir lögum sínum verði framlengdur úr 50 árum í 70 ár. Margir tónlistarmenn fagna þessu skrefi, enda horfa eldri listamenn eins og Rolling Stones, Cliff Richards og eftirlifandi Bítlar nú fram á það að eiga brátt ekki lengur rétt á greiðslum fyrir elstu lög sín.

Tillagan var samþykkt með 377 atkvæðum á móti 178 á Evrópuþinginu í Strasbourg.  Tónlistarmenn geta þó enn ekki andað léttar því þetta var aðeins fyrsta afgreiðsla á málinu og á eins og er aðeins við um tónlist sem samin er héðan í frá. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í fyrra til að höfundarréttur yrði framlengdur í 95 ár, en sú tillaga var umdeild og þykir 70 ár vera millileið líklegri til að komast í gildi.

Áður en að því kemur þarf hún hinsvegar að fá endanlega samþykkt Evrópuþingsins og aðildarþjóða Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert