Ætluðu að ræna herskipi

Sómalskir sjóræningjar sem portúgalski sjóherinn náði nýlega.
Sómalskir sjóræningjar sem portúgalski sjóherinn náði nýlega. Reuters

Franski sjóherinn hefur handtekið ellefu sómalska sjóræningja sem gerðu sig líklega til að ræna frönsku herskipi. Svo virðist sem þeir hafi haldið að það hafi verið flutningaskip.

Tveir árásarbátar nálguðust herskipið á miklum hraða en sjóræningjunum gafst ekki tími til að sjóta á það áður en frönsk herþyrla flaug að þeim og skaut viðvörunarskotum. Sjóræningjarnir voru með móðurskip og vopnaðir AK-47 rifflum og handsprengjum.

Franska herskipið hefur náð 24 meintum sjóræningjum á síðustu þremur vikum og rúmlega hundrað á einu ári. 27 þeirra hafa verið látnir lausir og yfir 70 voru fluttir til Frakklands. Þeir voru síðan framseldir til Sómalíu eða fluttir til Keníu samkvæmt samningi sem Evrópusambandið hefur gert við stjórn landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert