Zuma kjörinn forseti S-Afríku

Jacob Zuma mun taka formlega við forsetaembættinu á laugardag.
Jacob Zuma mun taka formlega við forsetaembættinu á laugardag. Reuters

Suður-afríska þingið hefur kosið Jacob Zuma, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, sem forseta landsins. Hann mun sverja embættiseið á laugardag. Afríska þjóðarráðið vann sigur í þingkosningunum sem fóru fram í landinu fyrir hálfum mánuði.

Búist er við því að ríkisstjórn Zuma muni einblína á að rétta við efnahag landsins, berjast við glæpi, fátækt og útbreiðslu alnæmis og HIV-veirunnar.

Zuma var sakaður um spillingu, en ákærurnar á hendur honum voru felldar niður rétt fyrir kosningar. Hann hefur ávallt neitað sök.

mbl.is