Forðast bað í 35 ár í von um að eignast þá son

VIJAY MATHUR

Indverskur karlmaður sem eignast hefur sjö dætur um ævina hefur ekki farið í bað sl. 35 ár í tilraun sinni til þess að tryggja að næsta barn sem honum fæðist verði sonur.

Í stað þess að þvo sér með vatni og bursta tennurnar tekur Kailash „Kalau“ Singh það sem hann kallar eldböð á hverju einasta degi. Slíkt bað felst í því að standa á einni löpp við hliðina á opnum eldi, reykja marijúana og biðja til guðsins Shiva. 

„Það er alveg eins og að nota vatn til að þvo sér með,“  segir Kalau og bætir við: „Eldböðin drepa gerla og hindra sýkingar í líkamanum.“

Kalau, sem er 63 ára, býr í þorpi skammt frá hinni helgu borg Varanasi. Hann neitar að baða sig í ánni Ganges við litla hrifningu fjölskyldu sinnar. Hann fékkst ekki einu sinni til að baða sig þar þegar bróðir hans lést, en það er venja þar í landi. 

Kalau segist ekki muna hvernig þetta uppátæki hans hófst fyrir 35 árum. En hinar óvenjulegu hreinlætisvenjur Kalau hafa haft mikil áhrif á starfsferil hans. Þannig neyddist hann til að loka smávöruverslun sinni þegar viðskiptavinir hættu að vilja versla við hann þar sem þeim þótti hann óheilbrigður. Í dag ræktar hann akur skammt frá flugvellinum í Varanasi.

Kalau klæðist tveimur peysum yfir sumarmánuðina í Indlandi. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi hætt að baða sig af þjóðhagslegum ástæðum og að hann ætli ekki að byrja að baða sig á ný fyrr en öll þjóðfélagsleg vandamál séu leyst. 

En nágranni hans í þorpinu Chatav heldur því fram að það sé einnig önnur ástæða fyrir því að Kalau vilji ekki baða sig. 

„Sjáandi upplýsti eitt sinn Kalau að ef hann myndi hætta að baða sig þá myndi honum fæðast drengur,“  segir nágranninn sem kallar sig Madhusudan.

Flestir Indverjar kjósa fremur að eignast syni en dætur, þar sem synirnir sjá foreldrum sínum farborða í ellinni. Á sama tíma er litið á dætur sem byrði þar sem greiða þarf með þeim heimanmund viðgiftingu auk þess sem tekjur þær sem dæturnar vinna sér inn fara til fjölskyldu eiginmannsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...