Franskir bændur mótmæla

Franskir bændur mótmæltu lækkun á mjólkurverði í morgun
Franskir bændur mótmæltu lækkun á mjólkurverði í morgun Reuters

Bændur mótmæltu víða á götum úti í borgum og bæjum í Frakklandi í morgun. Ástæða mótmælanna er lækkandi verð á mjólk til bænda í ríkjum Evrópusambandsins. Michel Barnier, landbúnaðarráðherra Frakklands, segir að greiðslur til bænda verði ræddar á fundi landbúnaðarráðherra ESB á mánudag og skipaði tvo sáttasemjara á vegum ríkisins til þess að ræða kröfur franskra bænda.

Franskir bændur fá nú greiddar 210 evrur fyrir 1.000 lítra af mjólk sem er 30% minna heldur en þeir fengu fyrir mjólkurlítrann í apríl í fyrra. Verð á mjólk og mjólkurafurðum hefur lækkað mikið í ríkjum ESB að undanförnu vegna lækkunar á matvælaverði í ríkjum ESB.

En það voru ekki bara bændur sem tóku þátt í mótmælunum heldur mættu þeir með kýr í mótmælin og helltu niður mjólk á götum úti. 
mbl.is

Bloggað um fréttina