Sýknudómar í Politkovskaju-máli ógiltir

Mynd af Önnu Politkovskayu.
Mynd af Önnu Politkovskayu. Reuters

Hæstiréttur Rússlands hefur ógilt sýknudóma, sem undirréttur kvað upp yfir fjórum mönnum, sem ákærður voru fyrir aðild að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovskaju árið 2006.

Rétturinn féllst á kröfu saksóknara, sem höfðu krafist þess að dómarnir yrðu ómerktir og málinu vísað heim í hérað til nýrrar rannsóknar. 

Enginn mannanna fjögurra var ákærður fyrir að hafa skotið Politkovskaju eða fyrirskipað morðið á henni heldur fyrir að hafa tekið þátt í undirbúningnum. 2006.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega að ekki skuli hafa verið hægt að koma lögum yfir þá sem fyrirskipuðu morðið og myrtu Politkovskaju en hún var skotin til bana utan við íbúð sína í Moskvu í október árið 2006. Blaðakonan hafði í skrifum sínum gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harðlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...