Margir Danir vinna „svart “

Það er oft bjart yfir Kaupmannahöfn en Danir vinna mikið …
Það er oft bjart yfir Kaupmannahöfn en Danir vinna mikið „svart “ ef marka má nýja skýrslu á vegum Evrópusambandsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Átján prósent vinnandi fólks í Danmörku vinnur að einhverju leyti „svart“ hverju ári, sem er mun hærra hlutfall en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum öllum, þar sem samsvarandi tala er fimm af hundraði. Þetta kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins og vitnað er skýrslu sem gerð var fyrir ESB.

Með „svartri“ vinnu er átt við það þegar fólk þiggur laun án þess að gefa þau upp til skatts.

Í næstu sætum á þessum vafasama lista eru Lettland, Holland, Eistland og Svíþjóð, þar sem 10% vinnandi fólks segist einhvern tíma vinna „svart“ á hverju ári.

Vinargreiðar?

Þrátt fyrir að nærri fimmti hver Dani segist vinna „svart“ á hverju ári er sá vinnutími ekki langur; að meðaltali 68 klukkustundir á ári. Meðaltalið í Evrópusambandinu er 200 tímar á ári. Í skýrslunni kemur reyndar fram að „svarta“ vinnan sem hér um ræðir er á Norðurlöndunum að miklu leyti viðvik fyrir skyldmenni og vini en í suðurhluta Evrópu er um mun alvarlegra vandamál að ræða.

Tekið er dæmi af Búlgaríu, þar sem aðeins 5% fólks vinnur án þess að greiða skatta og skyldur af tekjum sínum, en slíkar vinnustundir eru hins vegar 650 að meðaltali. Það eru um það bil fjórir mánuðir á ári ef miðað er við 40 stunda vinnuviku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert