Svínaflensa í Færeyjum

Sýni voru tekin úr fólki þar sem það sat í ...
Sýni voru tekin úr fólki þar sem það sat í bílum sínum á bílastæði við Landssjúkrahúsið í Þórshöfn. Mynd portal.fo

Svínaflensan eða H1N1 veiran er komin til Færeyja. Sýni voru fyrir helgi tekin úr öllum börnum og starfsfólki leikskóla í Hoyvík en faðir barns á leikskólanum hefur greinst með flensuna. Maðurinn var þá nýkominn úr ferðalagi frá útlöndum.

Ákveðið var að kalla foreldra allra barnanna á leikskólanum á Landssjúkrahúsið til sýnatöku. Færeyskir fjölmiðlar greina frá því að þeir sem voru boðaðir í sýnatöku hafi verið beðnir að koma ekki inn á Landssjúkrahúsið vegna smithættu en sýni voru tekin úr fólkinu úti á bílastæði sjúkrahússins. Niðurstaða úr sýnatökunni liggur ekki fyrir en ákveðið hefur verið að öll börnin og foreldrar þeirra fái fyrirbyggjandi meðferð.

Frétt portal.fo

Frétt Dimmalætting

mbl.is
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...