Sarkozy fékk aðsvif

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, var fluttur á sjúkrahús í morgun, eftir að hann fékk „smávægilegt“ aðsvif á meðan hann stundaði líkamsrækt. 

Í tilkynningu sagði að leiðtoginn, sem er 54 ára, hafi verið skoðaður af lækni og gengist undir ýmislegar rannsóknir, í kjölfarið. Í ljós hafi komið smávægilegar truflanir í flutningi taugaboða til heilans.

Talið er að truflanir á boðum um skreyjutaug hafi valdið aðsvifinu en það er aðaltaugaknippi sem liggur milli kviðarhols og höfuðkúpu og flytur taugaboð til heilans, hafi valdið aðsvifi Sarkozy´s.

Um þessa taug berast m.a. boð sem hjálpa til við að halda reglu á hjartslætti, stýra vöðvahreyfingum, öndun og stýra efnaskiptum í líkamanum. Þá berast boð um taugina sem stýra meltingu og vöðvahreyfingum í meltingarvegi.

Á skrifstofu forsetans fengust þær upplýsingar að hann hefði veikst á meðan hann var að þjálfa líkama sinn í sumarhúsi sínu í La Lanterne, stutt frá höllinni í Versölum.

Sarkozy, sem tók við embætti í maí árið 2007, er mikill áhugamaður um heilsurækt, og fer iðulega út að hjóla og skokka í félagi við aðstoðarmenn sína og lífverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...