Sarkozy fékk aðsvif

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, var fluttur á sjúkrahús í morgun, eftir að hann fékk „smávægilegt“ aðsvif á meðan hann stundaði líkamsrækt. 

Í tilkynningu sagði að leiðtoginn, sem er 54 ára, hafi verið skoðaður af lækni og gengist undir ýmislegar rannsóknir, í kjölfarið. Í ljós hafi komið smávægilegar truflanir í flutningi taugaboða til heilans.

Talið er að truflanir á boðum um skreyjutaug hafi valdið aðsvifinu en það er aðaltaugaknippi sem liggur milli kviðarhols og höfuðkúpu og flytur taugaboð til heilans, hafi valdið aðsvifi Sarkozy´s.

Um þessa taug berast m.a. boð sem hjálpa til við að halda reglu á hjartslætti, stýra vöðvahreyfingum, öndun og stýra efnaskiptum í líkamanum. Þá berast boð um taugina sem stýra meltingu og vöðvahreyfingum í meltingarvegi.

Á skrifstofu forsetans fengust þær upplýsingar að hann hefði veikst á meðan hann var að þjálfa líkama sinn í sumarhúsi sínu í La Lanterne, stutt frá höllinni í Versölum.

Sarkozy, sem tók við embætti í maí árið 2007, er mikill áhugamaður um heilsurækt, og fer iðulega út að hjóla og skokka í félagi við aðstoðarmenn sína og lífverði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert