ESB styrkti ofveiði á fiski

Öldurót í höfninni í Esbjerg á Jótlandi.
Öldurót í höfninni í Esbjerg á Jótlandi. mbl.is

Evrópusambandið (ESB) hefur styrkt útgerð fiskiskipa sem veiða ofveiddar tegundur og eins skipa sem stunda ólöglegar veiðar. Þetta kemur fram í úttekt á fiskveiðistuðningi ESB á árunum 2000-2006, samkvæmt frétt danska útvarpsins.

Sjávarlíffræðingurinn Hanne Lyng Winter hjá Greenpeace  segir það „gróft“ að ESB styðji ofveiði. Michael Veds, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB í Danmörku, segir erfitt aðkomast hjá því þar eð 80% af fiskitegundum í ESB séu ofveiddar. 

Þá þykir ýmislegt að ráðstöfun styrkja sem Danmörk hefur fengið frá ESB. Um 16 milljónir danskra króna (392 milljónir ÍKR) sem greiddar voru í styrki virðast hafa horfið. Peningarnir áttu að fara í að styrkja útflutning á dönskum fiskiskipum til annarra landa. Samkvæmt dönskum yfirvöldum hafa engir styrkir verið greiddir til þess.

Enginn veit hvert peningarnir fóru, hvort þeir lentu í röngum vösum eða hvort um er að ræða bókhaldsvillu.

Úttektin byggir á skýrslu frá óháðu samtökunum The Pew Charitable Trust og fyrirtækinu Kaas og Mulvad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...