Skólum lokað vegna H1N1

Indversk kona forðast smit.
Indversk kona forðast smit. Reuters

Indversk yfirvöld fyrirskipuðu í morgun að öllum skólum og framhaldsskólum í borginni Mumbai verði lokað í viku vegna ótta um útbreiðslu svínaflensunnar H1N1. Útbreiðsla flensunnar hefur verið hvað mest á þessu svæði á Indlandi. Fjórir hafa látist á liðnum 10 dögum í Pune, sem er í 120km fjarlægð frá Mumbai.

„Yfirvöld hafa ákveðið að loka skólum, framhaldsskólum og námskeiðum í allri borginni í eina viku frá og með morgundeginum,“ sagði í tilkynningu frá yfirvöldum. Mumbai er helsta viðskipta- og iðnaðarborg Indlands og þar búa um 18 milljónir manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina