Sorglegasti kafli Evrópusögunnar hófst með innrásinni í Pólland

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 hafi sorglegasti kafli sögu Evrópu hafist. Nú stendur yfir athöfn í Gdansk í Póllandi til að minnast innrásarinnar.

„Fyrir sjötíu árum hófst sorglegasti kafli sögu Evrópu með innrás Þýskalands í Pólland. Þetta stríð, sem Þjóðverjar hófu, leiddi til takmarkalausra þjáninga margra og áralangs tímabils mannréttindabrota, auðmýkingar og eyðileggingar," sagði Merkel.

Innrás Þjóðverja í Pólland fyrir réttum 70 árum er almennt talin marka upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. Styrjöldinni í Evrópu lauk 8. maí 1945 með uppgjöf Þjóðverja og átökunum í Asíu lauk þegar Japanar gáfust formlega upp 2. september það ár.

Pólski herinn gafst upp fyrir Þjóðverjum rúmum mánuði eftir innrásina og Þjóðverjar lögðu landið undir sig. Talið er að nærri 6 milljónir Pólverja hafi látið lífið meðan á heimsstyrjöldinni stóð og var helmingurinn gyðingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...