Hermaður dæmdur í lífstíðarfangelsi

Steven Green var dæmdur í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína ...
Steven Green var dæmdur í fimmfalt lífstíðarfangelsi fyrir glæpi sína í Írak. AP

Dómari í Kentucky í Bandaríkjunum hefur staðfest að fyrrum bandarískur hermaður, sem var sakfelldur fyrir nauðgun og morð er hann var við skyldustörf í Írak, muni sitja á bak við lás og slá ævilangt.

Steven Green, sem er 24 ára, hlaut fimm lífstíðardóma fyrir að hafa nauðgað 14 ára gamalli íraskri stúlku og myrt hana, og fjölskyldu hennar, skammt frá Bagdad árið 2006

Fram kemur á fréttavef BBC að kviðdómur í Kentucky hafi ekki getað komist að einróma niðurstöðu hvort taka ætti Green af lífi fyrir glæpi sína. Hann hefur því sloppið við dauðarefsingu.

Fjórir hermenn til viðbótar eru nú í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þeir hlutu allt frá fimm til 110 ára fangelsi. Green er  hins vegar sagður vera höfuðpaurinn í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
Ertu með krabbamein á byrjunarstigi?
Eftir hægðir setur þú eitt Ez Detect prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...