Ísraelar hyggjast stækka landnemabyggðir

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Reuters

Ísraelsstjórn hefur lagt blessun sína yfir áætlanir Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra landsins, að byggja ný hverfi á Vesturbakkanum, þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjanna.

Talið er að um 700 íbúðir verði byggðar á landnemabyggðum gyðinga, að því er segir á vef BBC.

Á föstudag hvatti Bandaríkjastjórn Ísraela til að hætta við allar framkvæmdir á Vesturbakkanum, svo menn gætu einbeitt sér að því að stuðla að friði á meðal stríðandi fylkinga.

Talsmaður palestínsku Hamas-samtakanna segir að Barack Obama Bandaríkjaforseta hafi mistekist hvað varðar friðarviðræðurnar.

Um hálf milljón gyðinga býr í rúmlega 100 landnemabyggðum, sem hafa verið reistar frá því Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem árið 1967. Skv. alþjóðalögum er um ólöglegar byggðir að ræða. Ísraelar halda hins vegar öðru fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Vordagar
...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...