Stoltenberg sigurvegarinn

Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíaliska vinstriflokksins og fjármálaráðherra Noregs, ræðir við ...
Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíaliska vinstriflokksins og fjármálaráðherra Noregs, ræðir við fréttamenn í Ósló í kvöld. Reuters

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, er óumdeilanlega sigurvegari þingkosninganna, sem haldnar voru þar í landi í dag. Þegar búið var að telja rúm 99% atkvæða hafði Verkamannaflokkurinn fengið 35,3% atkvæða og 64 þingmenn, bætt við sig þremur þingmönnum. Ríkisstjórn Noregs hélt velli í kosningunum og hefur það ekki gerst þar í 16 ár.

Stoltenberg ávarpaði ekki kosningavöku Verkamannaflokksins í Ósló fyrr en ljóst var orðið, að ríkisstjórnin hafði haldið velli. Hann sagðist vilja þakka kjósendum, sem hefðu nýtt sér kosningaréttinn. Þá þakkaði hann andstæðingum flokksins fyrir kosningabaráttu þar sem málefnin hefðu komið skýrt fram. Einnig þakkaði einnig leiðtogum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Sagði hann stjórnarflokkana þrjá hafa háð kosningabaráttu hlið við hlið.

Fylgi Verkamannaflokksins hefur ekki verið meira í Noregi frá árinu 1993 þegar hann fékk 36,9% atkvæða. Flokkurinn var stofnaður árið 1887 og hefur verið stærsti flokkur landsins frá árinu 1927.

Kristin Halvorsen, leiðtogi  Sósíaliska vinstriflokksins, og fjármálaráðherra Noregs, var afar ánægð þegar fyrstu kosningaspár birtust en þá var því spáð að flokkurinn myndi bæta við sig fylgi. Þegar ljóst varð að flokkurinn myndi þvert á móti tapa fylgi lýsti hún vonbrigðum í viðtali við norska sjónvarpið yfir því, að kjósendur hefðu ekki veitt flokkum, sem lögðu áherslu á umhverfismál, brautargengi. Sagði hún ljóst, að margir kjósendur hefðu frekar valið að kjósa Stoltenberg en eiga það á hættu að ósamstæðir hægriflokkar reyndu að mynda ríkisstjórn.   

Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, sagði að þetta væri besta kosning sem flokkurinn hefði fengið í sögu sinni. Það væri afrek vegna þess að kjósendur flokksins væru þeir kröfuhörðustu í Noregi. 

Úrslit kosninganna urðu þau, að Verkamannaflokkurinn fékk 35,3% atkvæða og 64 þingmenn, bætti við sig 2,6% og 3 þingmönnum. Miðflokkurinn fékk 6,3% atkvæða og 11 þingmenn, tapaði 0,2 prósentum. Sósíalíski vinstriflokkurinn fékk 6,2% og 11 þingmenn, tapaði 2,6% og 4 þingsætum. Þessir þrír flokkar hafa setið saman í ríkisstjórn undanfarin fjögur ár og ætla að vinna saman áfram. Flokkarnir þrír fengu samtals 86 þingsæti af 169.

Framfaraflokkurinn er áfram stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk 22,8% atkvæða og 40 þingmenn, bætti við sig 0,8% og 2 þingsætum. Hægriflokkurinn jók hins vegar fylgi sitt mest allra flokka í kosningunum, fékk 17,2% atkvæða og 31 þingmann, bætti við sig 3,1% og 8 þingsætum.

Kristilegi þjóðarflokkurinn fékk 5,6% atkvæða og 10 þingsæti, tapaði 1,2% og 1 þingsæti. Venstre fékk  3,9% atkvæða og 2 þingsæti, tapaði 2% og 8 þingsætum. Samtals fengu stjórnarandstöðuflokkarnir 83 þingsæti.  

Jens Stoltenberg veifar til flokksmanna Verkamannaflokksins á kosningavöku í kvöld.
Jens Stoltenberg veifar til flokksmanna Verkamannaflokksins á kosningavöku í kvöld. Reuters
Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins, ávarpar flokksmenn á kosningavöku flokksins í ...
Erna Solberg, leiðtogi Hægriflokksins, ávarpar flokksmenn á kosningavöku flokksins í kvöld. Reuters
Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, greiðir atkvæði í Ósló í dag.
Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, greiðir atkvæði í Ósló í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Flugskýli til leigu
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...