Gay Pride blásin af í Serbíu

Þrjár milljónir manna gengu saman á heimsins stærstu Gay Pride ...
Þrjár milljónir manna gengu saman á heimsins stærstu Gay Pride í São Paulo. AP

Fyrirhuguð Gay Pride ganga í Serbíu hefur verið blásin af, þar sem lögregla segist ekki geta tryggt öryggi göngumanna. Boris Tadic, forseti landsins hét því á miðvikudag að vernda þátttakendur göngunnar.

Er á BBC haft eftir einum skipuleggjanda göngunnar, að forsætisráðherra Serbíu Mirko Cvetkovic hafi hvatt þau til að beina göngunni frá miðborg Belgrad á sunnudag. Sú tillaga hafi verið óásættanleg enda hefð fyrir því að gangan fari fram á aðalgötum borga.

Búið er hengja upp veggspjöld um alla Belgrad þar sem hópar and-samkynhneigðra hóta göngumönnum ofbeldi verði af göngunni. 

Hreyfing öfgasinnaðra þjóðernissinna í Serbíu hefur fagnað því að ekki verði af göngunni, “enda sé ekki rúm fyrir heiðingja og satanista í borginni.”

Þá hafa trúarleiðtogar og leiðtogar þjóðernissinna lagst gegn frumvarpi sem gerir það ólöglegt að mismuna samkynhneigðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuv...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...